Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Í einum þér minn andi

1. Í einum þér minn andi fann
þann undraverða frið,
sem aldrei hefi´ ég áður þekkt,
sem ekkert jafnast við.

Kór: Ó, Jesús kær, þitt náðarnafn
mér næga huggun lér.
Svo dýrðlegt frelsi, frið og líf
ég fann í einum þér.

2. Ég andvarpaði eftir hvíld,
en ekki hvíld í þér.
Þín eilíf guðdómselska blíð
þó aldrei gleymdi mér.

3. Ég þráði svölun, þráði hvíld,
er þorstinn brenndi sál.
En allt var þurrt og autt og tómt,
og ekkert nema tál.

4. Ég þráði gleði þessa heims,
sem þó ég hafði misst.
Uns náð þín opnaði´ augun mín,
þá óðar fann ég Krist.

Höfundur og þýðandi óþekktir

Hljóðdæmi