Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Í eymd og synda ánauð

1. Í eymd og synda ánauð
ég ósjálfbjarga var,
en hann til föðurhúsa
á herðum sér mig bar,
af unaðsfögrum englasöng
þá óma tóku himingöng.

Kór: Ást þín ljúf mig leiddi,
lömun blóð þitt eyddi,
Guð, þín náð mér greiddi götu heim,
leiddi mig til hjarðar þinnar heim.

2. Á blóðgu syndasárin
hann smyrsli heilög bar.
Ég heyrði rödd hans hljóma,
svo himinsæll ég var.
Hans ástarrödd í eyra mér
sem unaðsfagurt sönglag er.

3. Ég leit hans særðu síðu,
ég sá hans naglaför,
og þunga þyrnikrónu
og þrútin benjaör.
Mér virtist furða, fyrir mig
að fús hann gekk þann kvalastig.

4. Í Jesú náðar nálægð
hans náðarsólskin við
ég uni alla daga í unaðssælum frið.
Ég tignað fæ hann ei um of,
um eilífð syng ég honum lof.

W. Spencer Walton – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi