Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Í trúnni á góðan Guð

1. Í trúnni á góðan Guð sig gleður önd mín.
Hann veitir mér alfögnuð, þótt veik sé hönd mín.
Ég óttast ei kuldagjóst því Guð mér skýlir,
og önd mín við Jesú brjóst svo örugg hvílir.

2. Ég hvíli í helgri ró, við Jesú hjarta.
Í sorginni finn ég fró og sælu bjarta.
Þar ljómandi ljós mér skín þar líður niður
Guðs blessunardögg til mín Og blíður friður.

3. Það aldanna bjarg hann er, sem æ mér skýlir,
og sæll í þess skugga hér, mín sála hvílir.
Ég hræðist ei Satans her né húmið svarta,
því sál mín svo örugg er, við Jesú hjarta.

Jonas Pettersen – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi