Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Innan skamms

1. Innan skamms á ljóssins landi
lít ég auglit frelsarans.
Særður vegna synda minna
sáran bar hann þyrnikrans.

Kór: Þar í mildum morgunroða
mun ég, þegar ævin dvín,
auglit hans um eilífð skoða,
eins og sól það blítt mér skín.

2. Hér vér sjáum sem í þoku,
síðar, þegar dagur rís.
Ó, hve sæll minn andi skoðar
auglit hans í Paradís.

3. Ó, sú gleði, í hans návist
öll vor neyð og mæða dvín.
Sorgarmyrkrið svarta hverfur,
sólin þar í heiði skín.

4. Jesús Kristur kemur aftur,
konungstign hans mun ég sjá.
Og hans mikli ástarkraftur
oss til himna lyftir þá.

Frank Breck – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi