Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Innsta vitund

1. Innsta vitund margoft um það hugann brýtur
enn hvað dragist lengi, Jesús, koma þín?
Þar til afhjúpaða eilífðina lítur
auga mitt, hvar sanna ljósið skín.

Kór: Er hann kemur mun ég hrópa hallelúja
hólpin sál þá lyftist upp í bjartan geim.
Þá ég sæll og glaður fer til Drottins funda
frjáls á andans vængjum gegnum loftin heim.

2. Örþungt margt er sporið oft á lífsins vegi eyðimerkursandur heitur brennir fót.
Síon ljóðahreimi sest þá oft að tregi,
sem við krossinn aðeins ræðst á bót.

3. Harmvott augað starir himni móti tíðum
hjartað vökult þráspyr: Kemur þú ei brátt?
Brúður hugar eftir brúðkaupsdegi fríðum,
brúðgumans er lítur dýrð og mátt.

4. Bráðum Drottinn kemur björtum lofts á skýjum brúðurina að sækja, flytja heim til sín.
Dýrðlegt mun að sjá hann dags í ljóma nýjum
dásemd lífsins þá við augum skín.

Elsie Ahlwén - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi