Já, fram, já fram
1. Já, fram, já, fram í fótspor hans,
sem fyrir lýð sinn dó.
Og lyftum fána frelsarans,
Sú frægð er meir en nóg.
Því hver sem sigrar svo er kennt
sigur krónu gullna fær
strax þegar lífsins þraut er ent,
og þá hefst gleðin skær.
Kór: Þú, Guðs her, ver heill!
hugrakkur og aldrei veill.
Fylgdu Jesú fram í stríð,
fána hans lyft alla tíð!
2. Já, fram, já, fram, Guðs helgur her!
og hræðstu ekki neitt.
Því andans sverðið bjart þú ber,
í bæn og trú ver eitt!
Þótt sterkur óvin standi mót,
stærri´ er hann, sem með þér er.
Svo óvin neinn ei hræðstu hót,
þú hefir Guð með þér.
3. Ef bróðir einhver bregst úr leik,
þá bjóð fram tvöfalt lið.
Og taktu skar af trúarkveik
og traustur verk Guðs styð.
Guðs eld lát brenna innst í sál,
enga synd lát slökkva hann.
Og settu þér það mark og mál
að mikla frelsarann.
Walter Erixon - Ásmundur Eiríksson
sem fyrir lýð sinn dó.
Og lyftum fána frelsarans,
Sú frægð er meir en nóg.
Því hver sem sigrar svo er kennt
sigur krónu gullna fær
strax þegar lífsins þraut er ent,
og þá hefst gleðin skær.
Kór: Þú, Guðs her, ver heill!
hugrakkur og aldrei veill.
Fylgdu Jesú fram í stríð,
fána hans lyft alla tíð!
2. Já, fram, já, fram, Guðs helgur her!
og hræðstu ekki neitt.
Því andans sverðið bjart þú ber,
í bæn og trú ver eitt!
Þótt sterkur óvin standi mót,
stærri´ er hann, sem með þér er.
Svo óvin neinn ei hræðstu hót,
þú hefir Guð með þér.
3. Ef bróðir einhver bregst úr leik,
þá bjóð fram tvöfalt lið.
Og taktu skar af trúarkveik
og traustur verk Guðs styð.
Guðs eld lát brenna innst í sál,
enga synd lát slökkva hann.
Og settu þér það mark og mál
að mikla frelsarann.
Walter Erixon - Ásmundur Eiríksson