Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Já, þú mátt koma

1. Já, þú mátt koma eins og þú ert,
:,: kom þú til mín :,:
þótt í Guðs augum sekur þú sért,
sól minnar náðar skín.
Kom þú með allt sem amar að þér,
á þína synd ég lít ekki hér.
Mót þér minn faðmur útbreiddur er,
kom þú, ó, kom til mín.

2. Algóði Jesús, ég kem til þín
:,: eins og ég er. :,:
Þrá mín til heimsins hverfur og dvín,
hafi ég þig hjá mér.
Synd, sem ég veit og ekki veit af
óðara hvarf í gleymskunnar haf,
þegar þín elska guðleg mér gaf
gleði og eilíft líf.

3. Kom þú, sem þungu byrðina ber,
:,: þú munt fá ró. :,:
Umhyggju ber ég æ fyrir þér,
eilífa gef þér fró.
Varpaðu allri áhyggju´ á mig,
annast ég skal og varðveita þig,
leiða þig allan ævinnar stig,
gefa þér hvíld og fró.

4. Allri ég varpa áhyggju nú,
:,: Jesús á þig. :,:
Til þín, ó, Jesús, ég kem í trú,
Jesús, þú elskar mig.
Áhyggjulaust sem liljunnar líf
líf mitt er hér, því þú ert mín hlíf.
Til þín í bænarsælu ég svíf,
dag hvern ég dvel hjá þér.


5. Kom, þótt þín önd sé alls ekki nú
:,: heilög og hrein. :,:
Þér vil ég gefa þrekmikla trú,
þú ert á mér ein grein.
Að fyrra bragði unni ég þér,
og þú munt finna svölun hjá mér.
Fyrir mitt blóð, sem útrunnið er
önd þín skal verða hrein.

6. Blessunarvökvann bjarta frá þér
:,: sála mín fær. :,:
Og þessi grein þín ávexti ber
aðeins ef þú ert nær.
Lát þú mig deyja´ og lifa í þér,
lát þú ei drottna synd yfir mér.
Þvo mína sál uns alhrein hún er,
algóði Jesús kær.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi