Jesú mitt heyrir hjarta
1. Jesú mitt heyrir hjarta
hólpinn og frjáls ég er.
Sólin mig signir bjarta,
sorgin er horfin mér.
Guð mér hann gaf sinn anda
Guðfagurt ljóðaljóð.
Síðan ég syng að vanda
minn sálar óð.
Kór: Jesús er allt mér orðinn,
allt mér hann gaf í sér.
Heims mér er horfin storðin,
himinninn markið er.
Hjartað er fullt af friði,
frelsið er vængur minn.
Dýrð Guðs um vötn og viði,
og vonbjört kinn!
2. Líður sem ljúfur draumur,
lífsdagur sérhver, minn.
Guðsfriðar gleðistraumur
gefur mér sigurinn.
Konungur lífsins, Kristur,
kvæði mitt syng ég þér.
Blessaður, bestur, fyrstur,
ég barn þitt er.
3. Framandi förumaður
fagna ég meir og meir.
Hugur minn heimfús, glaður
hjá þér við krossinn þreyr.
Innan skamms er ég farinn,
upphrifinn björt í ský.
Krists dýrð er konungsskarinn
þá kominn í.
Ivar Lindestad - Ásmundur Eiríksson
hólpinn og frjáls ég er.
Sólin mig signir bjarta,
sorgin er horfin mér.
Guð mér hann gaf sinn anda
Guðfagurt ljóðaljóð.
Síðan ég syng að vanda
minn sálar óð.
Kór: Jesús er allt mér orðinn,
allt mér hann gaf í sér.
Heims mér er horfin storðin,
himinninn markið er.
Hjartað er fullt af friði,
frelsið er vængur minn.
Dýrð Guðs um vötn og viði,
og vonbjört kinn!
2. Líður sem ljúfur draumur,
lífsdagur sérhver, minn.
Guðsfriðar gleðistraumur
gefur mér sigurinn.
Konungur lífsins, Kristur,
kvæði mitt syng ég þér.
Blessaður, bestur, fyrstur,
ég barn þitt er.
3. Framandi förumaður
fagna ég meir og meir.
Hugur minn heimfús, glaður
hjá þér við krossinn þreyr.
Innan skamms er ég farinn,
upphrifinn björt í ský.
Krists dýrð er konungsskarinn
þá kominn í.
Ivar Lindestad - Ásmundur Eiríksson