Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesú nafn er öllum nöfnum æðra

1. Jesú nafn er öllum nöfnum æðra,
og það friðar hjörtu sorgarþjáð.
Mildi Jesús, kæri Jesús,
eins og hljómlist ómar það um láð.

Kór: Ó, hve dýrðlegt nafn, ó, hve fagurt nafn,
indælasta nafn á vorri jörð!
Mildi Jesús, kæri ,Jesús,
nafn, sem lægir harmahretin hörð.

2. Jesú náðarnafn er fullt af krafti,
nafn, sem aldrei fölnar eða deyr.
Mildi Jesús, kæri Jesús,
nafn, sem verður tignað meir og meir.

3. Jesú nafn, sem undur-fagur ómur
eilíflega fyllir himna sal.
Mildi Jesús, kæri Jesús,
það skal hljóma hátt um fjöll og dal.

4. Jesú nafn á veg minn varpar ljósi,
vekur mér í brjósti sæla þrá.
Mildi Jesús, kæri Jesús,
ég á himni síðar mun hann sjá.

John R. Clements – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi