Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesú nafn þér gleði gefur

1. Jesú nafn þér gleði gefur,
geislum slær á lífsins hjarn,
geym það æ í hug og hjarta,
hugga lát þig ó, Guðs barn.

Kór: :,: Jesú nafn, ó, hve blítt ómar það
á himni og jörð. :,:

2. Jesú nafn þér vörn mun veita,
vörn mót freistinganna her.
Geym hans nafn í góðu hjarta,
geym hans nafn á vörum þér.

3. Jesú nafni lút með lotning,
leiðin þegar endar hér,
þá mun helgur himnakóngur
hefja þig í dýrð hjá sér.

Lydia Baxter  – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi