Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús er veröld víð

1. Jesús er veröld víð til mín,
mín von og líf er hann.
Hann hverja stund er styrkur minn,
þar styrkan arm ég fann!
Og þegar harmur hjartað slær
strax hverfur sál mín Jesú nær.
Þá greiðist ský, ég gleðst á ný, góðvin hjá.

2. Jesús er veröld víð til mín,
hann vinur bestur er
og þangað fer ég þrátt í raun
því þar gefst huggun mér.
Hann gefur bæði skúr og skin
og skapar brauð og aldinin.
Hér á ég allt, því allt er falt ástvin hjá.

3. Jesús er veröld víð til mín,
ég vil því reynast trúr.
Því hvernig get ég hryggt þann vin,
sem hreif mig dauða úr?
Á vegi hans er gleði gnótt,
hann gætir sinna dag og nótt
og er ég bið, ég öðlast frið ástvin hjá.

4. Jesús er veröld víð til mín,
ei vinur slíkur finnst.
Með hverri raun, með hverri stund
ég honum fastar binst.
Ó, fagra braut und frelsishlíf,
en fegra verður annað líf!
Ó, eilíf blíð, og unaðsfríð ástvin hjá!

Will. H. Thompson – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi