Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús hönd mína ég set

1. Jesús, hönd mína´ ég set þér í síðu,
svo sem Tómas, þá efast ég vil.
Í þeim djúpu og dýrmætu undum
deyr mín vantrú, ég sé himins til.

Kór: Ég er þinn, herra Jesús, um eilífð,
já, því fyrir mig gafstu þitt blóð.
Guð, þú hefir mig greypt þér í hendur
gjör oss hrein, gjör oss heilög og góð.

2. Sem Jóhannes mitt höfuð ég hvíli,
herra kær, við þinn líknsama barm.
Og ég mínar vil segja þér sorgir,
svo að fái ég bót mínum harm.

3. Ég á altari Guðs vil mig gefa,
glóðareldurinn brenna þar á.
Hverri synd mun hann útrýma, eyða,
öllu því, sem er tré, hey og strá.

4. Lát, Guð, eld þinn um altarið leika,
eldinn þinn láttu varðveita mig.
Kýs ég heiminum krossfestur vera,
kýs að lifa, minn Guð, fyrir þig.

Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi