Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús, hvað get ég þér gefið

1. Jesús, hvað get ég þér gefið
gleði, sem vekja þér má?
Reykelsi, roðagull, myrra
rýr væru iðgjöld og smá.

Kór: Jesús, þér gefst ég með gleði,
gott á hver lærisveinn þinn.
Þú skalt um eilífð mig eiga,
elskaði frelsari minn.

2. Jesús, þér vel má ég veita:
Varir, sem lofa æ þig,
fætur, sem fúslega ganga
friðarins heilaga stig.

3. Jesús, þér get ég og gefið,
glaðfúsa, þjónandi lund.
Einnig sem alfórn mitt hjarta,
eigðu það dag hvern og stund.

Lizzie DeArmond – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi