Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús kemur, Jesús kemur

1. Jesús kemur, Jesús kemur,
sjáið ljósdýrð lausnarans.
Allar heimsins þjóðir skulu
krjúpa fyrir fótum hans.
Hann með guðdómlegum krafti
sveiflar sverði sannleikans.
Með sigri fer hann fram.

Kór: :,: Dýrð sé Guði, hallelúja! :,:
Með sigri fer hann fram.

2. Jesús kemur, ég í anda
heyri helgan lúðurhljóm.
Yfir öllum þjóðum heimsins
mun hann halda strangan dóm.
Þeir, sem elska hann, þá
lofa hann með ljúfum gleðiróm.
Með sigri fer hann fram.

3. Jesús fæddist þar sem landið
prýðir liljublóma skraut.
Til að frelsa alla menn hann
þoldi sára sorg og þraut.
Hann vill leiða mig og þig í
Drottins ljúfa náðarskaut.
Með sigri fer hann fram.

Julia Ward Howe - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi