Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús með kærleika

1. Jesús með kærleika kallar þig heim,
:,: kallar þig heim. :,:
Villstu ei lengur frá vininum þeim,
viltu ei koma í dag?

Kór: :,: Kallar í dag, :,:
Jesús þig kallar, ó, kom,
því hann kallar í dag!

2. Jesús hann kallar: Ó, kom og fá ró!
:,: kom og fá ró! :,:
Þú sem berð angur og erfiði nóg
ákalla náð hans í dag!

3. Jesús þig kallar, hann kallar svo blítt,
:,: kallar svo blítt. :,:
Þú, sem við sorgir og synd hefir strítt,
snú þér til Jesú í dag!

4. Jesús hann kallar, hann kallar þig enn,
:,: kallar þig enn. :,:
Auðæfi himnesk þú öðlast munt senn.
Ef þú vilt frelsast í dag!

Fanny J. Crosby – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi