Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús sem ungbarn

1. Jesús sem ungbarn í jötunni lá,
jatan var þakin með hálmleggi´ og strá.
Hann, sem var skilinn við himinsins ró,
hjálpræði mannkynsins í honum bjó.

Kór: Hann var Guðs son! Hann er Guðs son!
Hjálpræði mitt og hin einasta von.
Af því að hann kom til foldar með fró,
fyllist mitt hjarta af gleði og ró.

2. Engillinn hirðunum boðskapinn bar,
boðskap, að lausnarinn fæddur þeim var.
Dagbjört varð nóttin og dvínaði sorg.
Drottinn og Kristur varð Davíðs í borg.

3. Tjáð er: Guðs friður sé fólkinu hjá,
fólki, sem Guð hefur velþóknun á.
Frelsið í nýfædda barninu bjó,
breiðir það faðm móti landi og sjó.

Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi