Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Keypt út frá þrælkun

1. Keypt út frá þrælkun, keypt út frá synd,
keypt til að bera frelsarans mynd.
:,: Keypt til að láta frændur og fé,
fyrr en oss varnað til himins sé! :,:

2. Keypt út frá vansæmd, keypt út frá rýrð,
keypt til að öðlast himneska dýrð.
:,: Keypt til að hljóta heilaga ró,
hötuð og spottuð - glöð og sæl þó. :,:

3. Keypt fyrir blóðið, kærleikans náð!
Komin rétt strax á himinsins láð!
:,: Keypt til að verða konungsins börn.
Krossinn er bjarg og öruggust vörn. :,:

4. Keypt til að vitna´ um kærleika hans,
Krists, sem að dó fyr´ syndir hvers manns.
:,: Keypt til að verða krýningar verð
kransinn að vinna´ að sigraðri ferð. :,:

R. Edhelberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi