Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Klædd er brúður

1. Klædd er brúður skrúða skærum,
skín á gullsaum, perlubönd.
Eintóm myrra - af því lærum –
eru klæðin, vör og hönd.

Kór: Konungi til hægri handar
heilög stendur brúður hans.
Öll sín klæði vel hún vandar,
vætt í myrru kærleikans.

2. Klæðin björt við krossinn fann hún,
Kristi þegar gaf hún sál.
Gull-sauminn úr sorgum spann hún.
sigurtrú var hennar mál.

3. Ófír gulli enginn klæðist
ei sem neinar raunir sér.
Það sem upp af þjáning fæðist
það lífs dýrsta gullið er.

4. Gullið stenst, en grómið brennur,
Guðs barn, uggðu vel að þér.
Æviskeiðið út þá rennur
ofseint þá að helgast er.

Sálmur 45: 9-15 - Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi