Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Kom, ó, kom þú sorgmædda sál

1. Kom, ó, kom, þú sorgmædda sál,
son Guðs þig frelsar nú.
Breytist þá lífið í unað allt,
ó, lát þig frelsa nú!

Kór: Kom meðan tárfullt augað er,
og meðan Drottinn býður þér,
kom meðan andinn ei frá þér fer,
flý þú til Jesú nú!

2. Kom, ó, kom, þú sem byrðar ber,
boðið er frelsið nú.
Náð Guðs mót syndurum all-stór er,
ó,  lát þig frelsa nú!

3. Kom, ó, maður og kveð þú synd,
Kristur vill frelsa nú.
Kom þú sem dúfan þreytt og þjáð,
þig vill hann frelsa nú!

4. Kom, þú sem fyrstur verða vilt,
vinur, lát frelsast nú.
Viltu ei taka þinn kross í kvöld?
Kom og lát frelsast nú!

Fanny Crosby - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi