Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Kom þú, ó, kom til Jesús

1. Kom þú, ó, kom til Jesú,
kom þú á herrans fund.
Dvel þú með Drottni þínum
daglega hverja stund.
Hjá honum frið þú finnur,
flý þú til hans í þraut.
Lát þú hans orð þér lýsa
lífsins um þyrnibraut.

Kór: Tak þú í hönd mér, herra,
hönd þín skal leiða mig.
Lyft minni sál til ljóssins,
leið mig þinn eigin stig!

2. Kom þú, ó, kom til Jesú,
kom þú í bæn og trú.
Huggun og sálarsvölun
sannlega finnur þú.
Leggðu með ljúfu geði
líf þitt í Drottins hönd.
Þá mun hann ljúft þig leiða
ljóssins að dýrðarströnd.

3. Kom þú, ó, kom til Jesú,
kraftinn hans orð þér ljær.
Næring og sælu sanna
sál þín hjá honum fær.
Ef að þú honum hlýðir,
hvað sem þér mætir hér,
meiri og meiri blessun
mun hann þá gefa þér.

J. Mountain – Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi