Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Krossins veg hef ég kosið mér

1. Krossins veg hef ég kosið mér,
kalt þó heimurinn andi.
Yfir sólbrenndar auðnir hér
ugglaus geng ég í trú.

Kór: Kristur, ég kýs þér fylgja,
krossins vegur er minn.
:,: Jafnt þó að jörðin farist
ég er um eilífð þinn. :,:

2. Þó að stingi mig flís við flís,
fús ég krossveg inn þræði.
Jesús huggar, hans hjálp er vís,
hann er lífsfylling mín.

3. Eigin hyggja manns aldrei sér
æðsta lífsmarkið sanna.
Lambsins krossvegur leiðin er,
leiðin til föður heim.

Elsa Eklund - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi