Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lambið Guðs ég lofa þig

1. Lambið Guðs, ég lofa þig,
lífið gafstu fyrir mig.
Eilíf lindin opnar sig: Það var blóðið.
Er þitt hjarta ljóst og leynt
laugað í því, fundið hreint,  
flærð og syndum frá vel greint, fyrir blóðið?

Kór: :,: Fyrir blóðið :,: Segðu mér, er sál þín hrein,
syndin lauguð hver og ein :,: Fyrir blóðið? :,:
sniðluð, hreinsuð, græn þín grein, fyrir blóðið?

2. Ef þín synd er blökk, sem blóð
bjargar hvorki tár né hljóð
frelsis náð er fundin góð, fyrir blóðið!
Hvað, sem þyngir þinni lund
þekkir Jesús hverja stund.
Leita hans, sem læknar und, fyrir blóðið!

3. Himnum frá við heyrum raust
heilagt orð um skýin braust:
Brúður klæðstu, björt og traust, hrein fyr' blóðið.
Trúðu fast á orðið eitt
annað hjálpráð finnst ei neitt
hjarta þitt sé hreinleik skreytt, fyrir blóðið!

4. Þökk þér, Jesús, þitt er blóð
það sem bjargar náðin góð
ó, það dýra frelsis flóð, þökk fyr´ blóðið!
Þegar sérhver þraut er hér
þrotin, sigruð loksins er
syngja skulum sönginn vér: Þökk fyr´ blóðið!

Kór: :,: Þökk fyr´ blóðið. :,:
Hér varð sál mín hrein og hvít,
hér án sektar Guð ég lít.
:,: Þökk fyr´ blóðið. :,:
Hér ég alltaf náðar nýt, þökk fyr´ blóðið!

T. B. Barratt - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi