Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Langt frá mínum góða Guði

1. Langt frá mínum góða Guði
gekk ég syndarinnar veg,
ekki Jesú ástargjafir
eða miskunn þráði ég.

Kór: Ó, ég undrast elsku Drottins,
er mig hreif af synda sig.
Ég er hreinn í Jesú blóði,
Jesús hefir frelsað mig.

2. Orðum Guðs ég ekki hlýddi,
elti fánýtt glys og hjóm,
og ég vildi aldrei hugsa
um hinn tilkomandi dóm.

3. Loks hjá Drottni hjartað hrellda
hvíld og ró og svölun fann.
Óteljandi ástargjafir
og sinn frið mér gefur hann.

Kór: Ó, hve dýrðlegt er að vera
endurfædda barnið hans.
Sál mín lifir, sál mín hvílir
sæl við hjarta frelsarans.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi