Langt upp í geiminn
1. Langt upp í geiminn víða
líður vor hjartans þrá,
hærra en stjörnur tindra,
vor heitustu andvörp ná.
Andinn frá efnisheimi
upplyftir vængjum tveim,
drepur á himnahliðið,
og leitar til ljóssins heim.
2. Þröng er hin víða veröld,
vinanna hjálpin dvín,
aðeins frá himnahæðum
mér huggunarljósið skín.
Drottinn, í morgunroða
dimmunni breytir þú.
Bænin er leið til ljóssins,
og ljómandi himinbrú!
3. Aumasta barn, sem biður,
brynjar sig voða gegn,
hér fær það velt því bjargi,
sem hetjunni er um megn.
Hvað svo sem að oss amar,
enginn því gleyma má:
Inn að Guðs ástarhjarta
vor andvörp og bænir ná.
Augusta Lönborg – Sigurbjörn Sveinsson
líður vor hjartans þrá,
hærra en stjörnur tindra,
vor heitustu andvörp ná.
Andinn frá efnisheimi
upplyftir vængjum tveim,
drepur á himnahliðið,
og leitar til ljóssins heim.
2. Þröng er hin víða veröld,
vinanna hjálpin dvín,
aðeins frá himnahæðum
mér huggunarljósið skín.
Drottinn, í morgunroða
dimmunni breytir þú.
Bænin er leið til ljóssins,
og ljómandi himinbrú!
3. Aumasta barn, sem biður,
brynjar sig voða gegn,
hér fær það velt því bjargi,
sem hetjunni er um megn.
Hvað svo sem að oss amar,
enginn því gleyma má:
Inn að Guðs ástarhjarta
vor andvörp og bænir ná.
Augusta Lönborg – Sigurbjörn Sveinsson