Lausnarinn góði
1. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg.
Leirinn þú mótar, sjá, hann er ég.
Gef að fram komi mynd þín í mér,
málfar og breytni jafnt líkist þér.
2. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
lífskraft minn allan frá þér ég dreg.
Hjarta mitt gerðu hreint eins og mjöll,
hugsun mín síðan lúti þér öll.
3. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
lífsorðin hrein í eyra mér seg.
Blessaði Jesús, brúðgumi minn,
bjóddu, þá hlýðir lærisveinn þinn.
4. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
líkt hveitikorni deyi mitt ,,ég”.
Andanum fyll mig, öruggri trú.
í mínu lífi svo birtist þú.
A. A. Payn - Ásmundur Eiríksson
Leirinn þú mótar, sjá, hann er ég.
Gef að fram komi mynd þín í mér,
málfar og breytni jafnt líkist þér.
2. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
lífskraft minn allan frá þér ég dreg.
Hjarta mitt gerðu hreint eins og mjöll,
hugsun mín síðan lúti þér öll.
3. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
lífsorðin hrein í eyra mér seg.
Blessaði Jesús, brúðgumi minn,
bjóddu, þá hlýðir lærisveinn þinn.
4. Lausnarinn góði, leið mig þinn veg,
líkt hveitikorni deyi mitt ,,ég”.
Andanum fyll mig, öruggri trú.
í mínu lífi svo birtist þú.
A. A. Payn - Ásmundur Eiríksson