Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Legg þig af alhug

1. Legg þig af alhug allan,
alveg í Drottins hönd.
Náð sína, frið og frelsi
flytur hann þinni önd.
Getir þú gefist Jesú,
greiðast þín vandamál,
því skaltu glaður gefa,
Guðs syni líf og sál.

2. Gef  þig af alhug allan,
enginn fær jafnt og hann
aðstoðað, hughreyst, huggað
hrelldan og þreyttan mann.
Gef þig af alhug allan,
orðalaust láttu þá
hann, sem þig heitast elskar,
hjarta þíns kærleik fá.

3. Gefðu þig náð hans núna,
nú, meðan hentugt er.
Jesús um alla eilífð
aldrei mun bregðast þér.
Legg þig af alhug allan
alveg í Drottins hönd.
Náð sína, frið og frelsi
flytur hann þinni önd.

Joel Blomkvist - Bjarni Eyjólfsson.

Hljóðdæmi