Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lífs um braut mig leiðir Jesús

1. Lífs um braut mig leiðir Jesús,
líknin hans og náð mér skín.
Hæst ég met minn herra Jesúm,
hann er sálargleðin mín.

Kór: Lífs um braut mig leiðir Jesús,
líknin hans og náð mér skín.
Gegnum lífið, gegnum dauðann,
Guðs í heim þar Ijós ei dvín.

2. Áður mjög ég unni heimi,
allt mitt ráð var fest við hann.
Glaður heimsins hlekki braut ég,
hjarta mitt þá Jesús vann.

3. Þegar beiskar sorgir særa,
sárar kenndir auka tár.
Beint til himins bjartra sala
bendir Jesús líknarhár.

4. Þótt mig heimur hæði, smáni,
hverfi samhyggð lífs um stig.
Já, þótt gleðin gylli brána,
góður Jesús leiðir mig.

E. Pickard. – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi