Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lífs um veg

1. Lífs um veg mig leiðir frelsarinn,
:,: þökk sé þér! :,:
Heim í fagra himinbústaðinn,
Drottinn, þökk sé þér!

Kór: Hallelúja, mitt hljómar ljóð,
herrans leysti mig fórnarblóð,
nú honum flyt ég minn hjartans óð,
Drottinn, þökk sé sér!

2. Í hans nafni allt er gefið mér,
:,: þökk sé þér! :,:
Við sitt borð hann setti  mig hjá sér,
Drottinn, þökk sé þér!

3. Aldrei Jesús yfirgefur mig,
:,: þökk sé þér! :,:
Þó að Satan sælda vilji mig,
Drottinn, þökk sé þér!

4. Hann mig keypti heims frá smán og rýrð,
:,: þökk sé þér! :,:
Í síns ríkis undraverða dýrð,
Drottinn, þökk sé þér!

5. Lífsins gátur leysir andinn hér,
:,: þökk sé þér! :,:
Dýrðar fögnuð dag hvern veitir mér,
Drottinn, þökk sé þér!

Charles H. Gabriel - Konráð Þorsteinsson.

Hljóðdæmi