Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lífsins helga lind

1. Lífsins helga lind fram streymir,
lindin sú er Jesú blóð.
Frelsiskraft og frið hún geymir
fyrir alla heimsins þjóð.

Kór: Hreinn og fagur friðarstraumur
fellur um mig hér.
Hallelúja, hallelúja!
Herra Jesús, dýrð sé þér!

2. Aldrei hér við heimsins brunna
huggun fann mín þreytta sál.
Hjarta mínu gleði grunna
gáfu þeir og svikatál.

3. Eins og reykur óðar hverfur
yndi, sem er keypt með synd.
Þegar að mér sorgin sverfur
svalar mér hans náðarlind.

4. Tímans barna háu hallir
hrynja' og falla brátt í grunn.
Líf og fró og frelsi allir
finna við hans náðarbrunn.

S. L. Oberholtzer. – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi