Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ljóssins faðir

1. Ljóssins faðir lýðum gefur
ljós frá himindýrðargeim.
Og hann boðið okkur hefur
öðrum lýsa veginn heim.

Kór: Tendra lampann, láttu betur
loga trúarinnar bál,
Við þess birtu verið getur
veginn finni einhver sál.

2. Syndanótt með neyð og harmi
nístir marga dauða til
Þó er oft að brýst úr barmi
bæn um hjálp og ljós og yl.

3. Bróðir, systir, betur mega
brenna ljósin þín um heim.
Margir villast, myrkur geiga,
mildi Jesús, bjarga þeim.

P. P. Bliss - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi