Ljúfi staður
1. Ljúfi staður hér við Jesú hjarta,
huggun rík, sem lýst ei fær vort mál.
:,: Sorgin hverfur, sólin ljómar bjarta,
sælan frið, þar hlýtur angruð sál. :,:
2. Vilji stundum kvíði hjartað hrella,
hann þig dregur milt að brjósti sér.
:,: Hvíslar blítt þá sorgartárin svella,
sérhvert augnablik ég dvel hjá þér. :,:
3. Jesús kær, minn hjartans vinur hreini,
heimsins glys ei skilur mig við þig.
:,: Veröldin þótt stundum kasti steini,
stafur þinn og sproti hugga mig. :,:
4. Þreytta barn, vilt þú ei frelsi finna?
Faðmur Guðs þér opinn blasir mót.
:,: Kristur særðist synda vegna þinna,
sjá, nú býðst þér líf við krossins fót. :,:
Höfundur óþekktur - Konráð Þorsteinsson.
huggun rík, sem lýst ei fær vort mál.
:,: Sorgin hverfur, sólin ljómar bjarta,
sælan frið, þar hlýtur angruð sál. :,:
2. Vilji stundum kvíði hjartað hrella,
hann þig dregur milt að brjósti sér.
:,: Hvíslar blítt þá sorgartárin svella,
sérhvert augnablik ég dvel hjá þér. :,:
3. Jesús kær, minn hjartans vinur hreini,
heimsins glys ei skilur mig við þig.
:,: Veröldin þótt stundum kasti steini,
stafur þinn og sproti hugga mig. :,:
4. Þreytta barn, vilt þú ei frelsi finna?
Faðmur Guðs þér opinn blasir mót.
:,: Kristur særðist synda vegna þinna,
sjá, nú býðst þér líf við krossins fót. :,:
Höfundur óþekktur - Konráð Þorsteinsson.