Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lyft þér, mín sál

1. Lyft þér, mín sál, til ljóssins hæða
ljómandi þar sem dýrðin skín.
Bergmál af ljúfum unaðs orðum
ómar blítt frá himinströnd til mín.
Heyr hve englar og útvaldir syngja,
Guðs í Eden þeir hörpurnar slá.
Með þeim hetjum er harmkvælin þoldu
hér því frelsarann trúðu þeir á.

Kór: Ef þú ástvinum óskar að mæta,
þegar endar á jörðu þín braut.
Ef þú óskar með englum að syngja,
kom þá iðrandi´ í frelsarans skaut.

2. Lít upp, Guðs barn, og horf til hæða
himnesk þar launin bíða þín.
Ef vér til dauðans erum trúir
eilíf dýrð og sæla við oss skín.
Vér í borg Guðs með blikandi ljóma
fáum búa með englunum senn.
Þar vér sigrandi syngjum um eilífð,
sæla hvíld öðlast friðkeyptir menn.

3. Áfram í trúnni hiklaust höldum
hræðumst vér ekki dauðans fljót.
Jesús mun sjálfur sínum hjálpa,
sínum öllum tekur hann á mót.
Þegar eilífðarlandið vér lítum,
landið fagra hvar rennur ei sól.
Þá með elskandi ástvinaskara
eilíf höldum vér gleðinnar jól.

H. W. Eklund  - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi