Inngangur og upphafssaga
Dómarabókin er bók sem talar til okkar tíma. Orðið Dómari merkir í raun frelsari, ekki dómari í réttarsal. Þegar Guð grípur inní er það kallað ,,dómur”, en dómur Guðs getur verið ákvörðun um að bregðast við í náð. Dómarabókin er því ekki samansafn dómsúrskurða, heldur sögur af því hvernig Guð greip reglulega inní, reistu upp Dómara sem leystu fólk úr ánauð. Dómarabókin er snúin bók því hún er ákaflega bersögul og heiðarleg, segir frá atburðum sem erfitt er að útskýra. En hún er uppörvandi bók því hún segir einnig frá trúfesti Guðs við mjög breyskt fólk. Dómarabókin er sterk frásaga um áhrif einnar kynslóðar á aðra. Sú stefna sem við veljum í dag mun ákvarða stefnu og möguleika næstu kynslóðar. Það er auðvelt að lesa Dómarabókina og upplifa hana neikvætt. Hún er sorgleg frásaga ef maður einblínir á fólkið sem hún segir frá, en þegar litið er til Guðs og hvernig hann starfaði á þessum tíma er þetta bók vonar.