Hver er ávöxturinn
May 24, 2015
Í postulasögunni lesum við um öran og mikinn vöxt kirkjunnar á fyrstu áratugum kristninnar. Hvernig fóru þau að? Kirkjan var ný hreyfing, ólögleg samkvæmt rómverskum lögum og hún spratt ekki fram fullmótuð. Hvernig óx hún þrátt fyrir fátækt, ofsóknir og almenna mótstöðu? Ef það er eitthvað sem einkenndi frumkirkjuna þá var það kraftur Guðs. Frumkirkjan var kirkja full af krafti Guðs og kærleika. Í þessari seríu skoðum við hvernig þetta kom fram og fjalla um hvernig við getum fetað í fótspor frumkirkjunnar. Kirkjan á fyrirheit um gríðarlegan kraft, kraft Heilags anda, og það fyrirheit er í fullu gildi fyrir okkur í dag. Í þeim krafti svo að margir megi kynnast Guði og eignast Jesú Krist að frelsara sínum og Heilagan anda að vini.