Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Meðal dauðra muntu eigi

1. Meðal dauðra muntu eigi,
maður, finna Jesúm Krist,
því hann reis á þriðja degi
þöglri upp úr grafarvist.
:,: Jesús lifir! Jesús lifir!
Víst lét dauðinn valdið misst! :,:

2. Grafarinnar gættu fleiri
grimmir hermenn, ráð ei þraut.
Drottinn Jesús, dauða meiri,
dróma hels og grafar braut.
:,: Jesús lifir! Jesús lifir!
Sonur Guðs þar sigur hlaut! :,:

3. Drottinn lifir, dýrðleg vissa!
dunar allt af frelsisklið!
Hjartað má ei hnoss það missa
hann mér keypti líf og frið.
:,: ,Jesús lifir! Jesús lifir!
Páskalambið lofum við! :,:

4. Hann er upp til himins stiginn,
hólpin er mín sál og önd.
Flýr og skelfist fárán lygin
fyrir Drottins máttarhönd.
:,: Jesús lifir! Jesús lifir!
Hljómar yfir höf og lönd. :,:

P. P. Bliss - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi