Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Meðan fegurst brosa blómin

1. Meðan fegurst brosa blómin
bjarta vorið flýgur hjá.
Hugsa´ um Jesúm, hljótt hann bankar
hjartadyrnar þínar á.

Kór: Opna, opna áður haustið
öllum rósum sópar burt.
Opna meðan ársól ljómar
og þú getur Jesúm spurt.

2. Jesús hljótt við hlið þér gengur,
heyrðu, vinur, sérðu ´ann ei?
Vin þeim gefðu hug og hjarta
honum játast, segðu´ ei nei.

3. Ef þú vilt ei velja Jesúm,
vit, að hann þá snýr frá þér.
Vonir deyja, kuldinn kemur
kvíði og neyð að dyrum ber.

4. Vinir þínir verða fjarri
vinur, þér á dauðastund.
Sé þá Jesús allt þér orðinn
áttu nóg við blökku sund.

Lina Sandell - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi