Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Meira af Jesú

1. Meira af Jesú, meiri trú,
meiri Guðs kraft ég þarfnast nú.
Meiri Guðs kærleik, mín er bæn,
mín svo að verði lífseik græn.

Kór: :,: Enn meira af Jesú :,:
Meira af Jesú, meiri trú,
meiri Guðs fylling veit mér nú.

2. Meira af Jesú, meira´ ég þarf,
meiri og stærri Kanaans arf.
Meiri Guðs fylling, meira þor,
mátt til að ganga´ í Jesú spor.

3. Meira af Jesú, markið er,
meistari, svo ég líkist þér.
Heyri rödd þína hvert eitt sinn
hlýði þér allan lífsveg minn!

4. Meira af Jesú, meira enn.
Misstur er náðartíminn senn.
Fyrr en básúnan blæs við ský
búast þarf ég Guðs skartið í.

E. E. Hewitt - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi