Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Mér helgun virst auka

1. Mér helgun virst auka, mig ást þinni bind,
auk anda míns þolgeð og hryggð fyrir synd.
Auk trú mína´ á Jesúm og traust á hans náð,
auk tilfýsi mína á bænheitri dáð.

2. Auk þakklæti geðs míns, auk gleði og frið,
auk göfuga samúð Krists frelsingja við.
Auk tár mín við hryggð hans og hrellandi deyð
og hóglyndi sjálfs míns í andstreymi´ og neyð.

3. Auk hreinlyndi hjartans,
auk þrek mitt og þrótt,
svo þrjóti ei ljós mitt í veraldar nótt.
Æ, bind þú við kross þinn mig, brákaðan reyr,
svo, blessaði Drottinn, þér líkist ég meir!

P. P. Bliss - Arthur Gook.

Hljóðdæmi