Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Mikli Guð, góði Guð

1. Mikli Guð, góði Guð, þú ert ljós mitt og líf,
sál mín lifir og fagnar í þér.
Ég er sæll, því að þú ert mín huggun og hlíf,
og við hjarta þitt uni ég mér.

2. Þér ég helga mitt líf, þér ég helga minn söng,
þú ert allt, sjálfur ekkert ég er.
Djúpa sælunnar lind, þó að leiðin sé ströng,
finn ég, líknsami Drottinn, í þér.

3. Ó, þú eilífi Guð, nú er allt orðið nýtt,
og þín ásjóna heilög mér skín.
Ó, hve bjart er það ljós, er mér ljómar svo blítt,
þegar lít ég í bæn upp til þín.

4. Ó, þú kærleikans Guð, ég vil kvaka til þín,
hjá þér kraftinn og lífið ég finn.
Og þín volduga ást eins og vorsól mér skín,
þú ert vinur og frelsari minn.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi