Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Mín sál hjá Jesú

1. Mín sál hjá Jesú svölun fann,
hve sælt að elska´ og biðja hann!
Í stríði lífs er hann mín hlíf,
og hann mér gefur eilíft líf.

Kór: Guðs náðarbros mín sála sér,
mín syndabyrði horfin er.
Ég himnaríki hef og finn,
ef hjá mér dvelur frelsarinn.

2. Og himinn Guðs, sem fyrr var fjær,
ég finn að hann er mér svo nær,
að hann er nú í hjarta mér.
Ó, herra Jesús, lof sé þér.

3. Og við mér jörð og himinn hlær,
ef herrann Jesús er mér nær,
og kofinn jafnt sem höllin hér
þá himnaríki verður mér.

4. Hví skyldi´ ég óttast hagl og hríð
og hörmunganna veður stríð?
Ef aðeins Jesús er mér nær,
mér enginn stormur grandað fær!

5. Hví skyldi´ ég hræðast háð og smán?
Það heiður minn ég tel og lán,
að hafa fundið frelsarann,
mér frið og gleði veitir hann.

C. J. Butler – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi