Minn Drottinn reis frá dauðum
1. Minn Drottinn reis frá dauðum,
í dag er hann á jörð.
Þótt veröld ekki viti,
það veit hans litla hjörð.
Ég lít hans líknarhendur,
hans ljúfu heyri raust.
Í allri eymd hann hjálpar,
hann á mitt traust.
Kór: Hann lifir, hann lifir,
hann lifir enn í dag.
Hann leiðir mig um lífsins stig
og léttir þungan hag.
Hann lifir, hann lifir
og leysir syndabönd.
Í hjarta mér hans andi er
og orð hans mér við hönd.
2. Ég lít hans ást og alúð
á alla vegu nær,
því læt ég ekki örvænt,
er ógn mitt hjarta slær.
Ég veit hann veg mér greiðir,
þótt veðrin gerist hörð,
og dagur Drottins nálgast
með dýrð á jörð.
3. Ó, fagnið, vinir, fagnið
með fögrum söngvaklið,
og lofið konung lífsins,
sem ljúfan veitir frið.
Hann er þeim, er hans leita,
hið æðsta vonarmið.
Þeim frelsið, er hann finna,
hann fær þeim lið.
A. H. Ackley - Magnús Runólfsson.
í dag er hann á jörð.
Þótt veröld ekki viti,
það veit hans litla hjörð.
Ég lít hans líknarhendur,
hans ljúfu heyri raust.
Í allri eymd hann hjálpar,
hann á mitt traust.
Kór: Hann lifir, hann lifir,
hann lifir enn í dag.
Hann leiðir mig um lífsins stig
og léttir þungan hag.
Hann lifir, hann lifir
og leysir syndabönd.
Í hjarta mér hans andi er
og orð hans mér við hönd.
2. Ég lít hans ást og alúð
á alla vegu nær,
því læt ég ekki örvænt,
er ógn mitt hjarta slær.
Ég veit hann veg mér greiðir,
þótt veðrin gerist hörð,
og dagur Drottins nálgast
með dýrð á jörð.
3. Ó, fagnið, vinir, fagnið
með fögrum söngvaklið,
og lofið konung lífsins,
sem ljúfan veitir frið.
Hann er þeim, er hans leita,
hið æðsta vonarmið.
Þeim frelsið, er hann finna,
hann fær þeim lið.
A. H. Ackley - Magnús Runólfsson.