Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Minn Guð og herra

1. Minn Guð og herra gekk í deyð
um grýttan kvalastig.
Hví vildi´ hann standa´ í stríði´ og neyð
fyr´ slíkan orm sem mig?

Kór: :,: Við hans kross :,:
leit ég ljósbirtu fyrst,
og þar létt var syndabyrðinni´ af mér:
Þar ég fann í trú sjón, er fyrr var misst,
hve fagnandi dag hvern nú ég er!

2. Mín vegna leiðstu hróp og háð
og harða krossins pín.
Hve undursamleg er þín náð
og elska guðleg þín!

3. Með tárum vil ég þakka þér,
en það er ekki nóg.
Ó, Guð, ég offra öllum mér,
og enn ég skulda þó!

Isaac Watts – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi