Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Minn hirðir er Drottinn

1. Minn hirðir er Drottinn, ég hræðast þarf ei
með honum ei brestur mig neitt.
Á iðgrænum völlum í unaðarþei
er öllu í væra hvíld breytt.
Að vötnum hann leiðir mig, næðis ég nýt,
á ný hressir sál mína þar.
Hans takmarkalausu ég trúfesti lít,
hún tállaus er nú eins og var.

2. Og sakir síns nafns eins hann leggur mér lið
og leiðir mig réttan veg æ.
Þótt dimman ég gangi um dal, mér við hlið
er Drottinn, ég óttast ei næ.
Þú alltaf ert hjá mér, svo ekkert á storð
fær illt gert mér dag eða nótt.
Gegnt óvinum mínum oft býrðu mér borð,
svo breytir þú veðrunum skjótt.

3. Þinn sproti og stafur æ hugga mig hér
þú höfuð mitt olíu smyr.
Og barmfullan mælir þú bikarinn mér,
þín blessun er auðug sem fyr.
Þín gæfa mér fylgir, svo gæska þín bauð
um gervalla ævina hér.
Í húsi, Guð, þínu, við borð þitt og brauð
ég bý langa ævi hjá þér.

(Davíðssálmur 23)  Ásmundur  Eiríksson.

Hljóðdæmi