Móabskóngi mikið brá
1. Móabskóngi mikið brá
mörg þá Jakobs tjöldin sá,
blasa merkum breiðum á. Hallelúja!
Hann þeim reyndi´ að gera grand,
Guðs veg loka´ í Kanaanland
ráð hans öll þó runnu´ í sand. Hallelúja!
Kór: Hallelúja, hallelúja!
Eins og fögur árdalslönd
er Guðs fyrirheitna strönd.
Hallelúja, hallelúja!
Frjáls og glöð mín fagnar önd, hallelúja!
2. Móabítar mega enn
mannleg hefja vopnin tvenn.
Samt í Drottni sigra menn. Hallelúja!
Lýð Guðs enn í landið inn
liggur opinn vegurinn.
Vorloft fer um víngarðinn. Hallelúja!
3. Aldin Guðs á orðsins grein
eru ljúffeng, sæt og hrein.
Trúarsporin taktu bein. Hallelúja!
Lengra gakk í landið inn,
lengra, segir frelsarinn.
Allan taktu arfhlut þinn! Hallelúja!
Ásmundur Eiríksson.
mörg þá Jakobs tjöldin sá,
blasa merkum breiðum á. Hallelúja!
Hann þeim reyndi´ að gera grand,
Guðs veg loka´ í Kanaanland
ráð hans öll þó runnu´ í sand. Hallelúja!
Kór: Hallelúja, hallelúja!
Eins og fögur árdalslönd
er Guðs fyrirheitna strönd.
Hallelúja, hallelúja!
Frjáls og glöð mín fagnar önd, hallelúja!
2. Móabítar mega enn
mannleg hefja vopnin tvenn.
Samt í Drottni sigra menn. Hallelúja!
Lýð Guðs enn í landið inn
liggur opinn vegurinn.
Vorloft fer um víngarðinn. Hallelúja!
3. Aldin Guðs á orðsins grein
eru ljúffeng, sæt og hrein.
Trúarsporin taktu bein. Hallelúja!
Lengra gakk í landið inn,
lengra, segir frelsarinn.
Allan taktu arfhlut þinn! Hallelúja!
Ásmundur Eiríksson.