Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Mun í himinhæðum

1. Mun í himinhæðum rætast
heilög Drottins barna von?
Eiga þau þar öll að mætast,
og þar fá að sjá Guðs son?

Kór: Já, hjá lífsins ljúfa straumi,
hjá lífsins bjarta, silfurtæra straumi,
Guðs börn sjást hjá lífsins ljúfa straumi,
þeim er líður frá hástól Guðs.

2. Þar fá Guðs börn glöð að vera,
ganga sæl um ljóssins strönd.
Syngja nýjan söng, og bera
sigurpálmana í hönd.

3. Ef vér tignum hann af hjarta,
hreinir fyrir lambsins blóð.
Þar í sælusalnum bjarta
sjáumst vér við lífsins flóð.

4. Ó, hve sælt er loks að lenda
ljóss á strönd, og hvíld að fá.
Þegar ferð vor er á enda,
auglit Guðs vér munum sjá.

R. Lowry . Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi