Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Mun þitt akker halda

1. Mun þitt akker halda í ofsatíð,
ört er élin þjóta og hefja stríð?
Mun það slitna laust eða liggja fast,
lífs þá bylgjan æðir og veður hvasst?

Kór: Haldfast er akker og höfnin góð,
hættum í tapar ei sálin móð.
Dulið finnst því tak í djúpsins grunn,
Drottins mildi, kærleik og velþóknun.

2. Jesú eigin hönd öllu hefir breytt.
Allt í lag er fært, hvergi skortir neitt.
Máttur sjávar band það ei sundur slær,
sem frá hjarta Drottins að mínu nær.

3. Út í gegnum sortann mín sjón brátt nær,
Síon turn og múr, þá við augum hlær.
Hér mun akker falla við himins strönd,
hinsta eftir brotsjó er fékk mín önd.

Priscilla J. Owens - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi