Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú á ég í hjarta

1. Nú á ég í hjarta Guðs indæla frið,
sem uppsprettulind er hann tær.
Ég hafði ei þekkt hann fyrr heimsglauminn við,
er hjarta mitt Guði var fjær.
Þá lifði ég dag hvern með ljósvana þrá
í löstum, í fátækt og eymd.
Nú lifi ég farsæll og lofsöng Guðs á,
hið liðna er sorg, sem er gleymd.

Kór: Í Kristi ég lifi, í honum ég hef
minn himin og gleði og frið.
Hann von mín er einust og verndar mín skref
um veraldar torgengin svið.

2. Ef Jesús er hjá mér ég hræðist ei neitt,
því hann um mig daglega sér.
Sé hagur minn bágur og hjarta mitt þreytt
er hjálp hans þá óbrigðul mér.
Hann sér, þegar freistingin fer að mér stríð
og fulltingir mér, er ég bið.
Hvern óróleik sefar hans ástarrödd blíð.
Ég á nú Guðs himneska frið.

3. Og Drottinn um síðir einn dag leiðir mig
í dýrðina upp til sín, heim.
Þá farin um eilífð er sorgin á svig
og sárin frá táranna geim.
Um eilífð þar bý ég við alsælan frið,
í eining við frelsara minn.
Ég lít bak við mistrin hin sólfögru svið
hvar sælunnar voröld ég finn.

Nathaniel  Cronsioe - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi