Nú eftir kalli
1. Nú eftir kalli, kæri Jesús minn,
ég kem í dag að gera vilja þinn,
:,: svo réttlætinu fullnægt fái hér.
Þú frelsarinn, gafst eftirdæmið mér. :,:
2. Þú hefir mig frá háska miklum leitt,
til himnaríkis aftur veginn greitt,
:,: og dáið fyrir dauðasekan mig.
Ó, Drottinn Guð, ég lofa´og tigna þig. :,:
3. Þú, Jesús, gefur helga hjartans glóð
og hreinleik fyrir dauða þinn og blóð.
:,: Ei óttast vil ég ofsókn, last né háð.
Mér allt er Jesús, friður, líf og náð. :,:
4 Minn ljúfi Jesús leys nú öll mín bönd
og leiddu mig við þína sterku hönd
:,: beint inn í heilagt sálna samfélag.
Þú sjálfur, Drottinn, blessar mig í dag. :,:
Guðríður S. Þóroddsdóttir.
ég kem í dag að gera vilja þinn,
:,: svo réttlætinu fullnægt fái hér.
Þú frelsarinn, gafst eftirdæmið mér. :,:
2. Þú hefir mig frá háska miklum leitt,
til himnaríkis aftur veginn greitt,
:,: og dáið fyrir dauðasekan mig.
Ó, Drottinn Guð, ég lofa´og tigna þig. :,:
3. Þú, Jesús, gefur helga hjartans glóð
og hreinleik fyrir dauða þinn og blóð.
:,: Ei óttast vil ég ofsókn, last né háð.
Mér allt er Jesús, friður, líf og náð. :,:
4 Minn ljúfi Jesús leys nú öll mín bönd
og leiddu mig við þína sterku hönd
:,: beint inn í heilagt sálna samfélag.
Þú sjálfur, Drottinn, blessar mig í dag. :,:
Guðríður S. Þóroddsdóttir.