Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Nú fullkominn frelsara

1. Nú fullkominn frelsara á ég,
ég fann hann þar Golgata var.
Í honum mitt hjálpræði sá ég
og hann gaf við neyð minni svar.

Kór: :,: Allir eiga að sjá, :,:
ég fullkominn frelsara eigi.
Það eiga allir að sjá!

2. Þá fer að mér freistingin mesta
og fléttar sitt ranghverfa garn,
þá veit ég um vininn minn besta,
sem verndar sitt stríðandi barn.

3. Hann fegurstur fundinn er öllum,
sem fylling Guðs dýrðar á jörð.
Hann leit mig í löstum og göllum
og leiddi í Guðsbarna hjörð.

4. Ó, leiddu mig lengra og hærra
minn lífgjafi, frelsari minn.
Því öllum er undrunum stærra,
Guð, ást þín og kærleiki þinn.

Mrs. Frank A. Breck - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi