Nú ljómar dagsól
1. Nú ljómar dagsól dýrðarhá,
dimmir næturskuggar líða óðum frá,
og himinfesting blikar blá.
Jesús, hann kemur senn!
Kór: Vér lofum góðan Guð með ljúfum lofsöngsóm,
vér lofum hann með söng og þýðum gleðiróm.
Vér lofum góðan Guð með blíðum hörpuhljóm.
Jesús, hann kemur senn!
2. Sjá, myrkur hefir hulið lönd,
hneppt er jarðardrótt í vanans þrældóms bönd,
en fagur dagur fer í hönd.
Jesús, hann kemur senn!
3. Í trú vér lítum ljúfa sýn:
Lifna dauðir við og syndamyrkur dvín.
Og sólin gegnum sortann skín.
Jesús, hann kemur senn!
Carl Hyllestad – Þýðandi óþekktur
dimmir næturskuggar líða óðum frá,
og himinfesting blikar blá.
Jesús, hann kemur senn!
Kór: Vér lofum góðan Guð með ljúfum lofsöngsóm,
vér lofum hann með söng og þýðum gleðiróm.
Vér lofum góðan Guð með blíðum hörpuhljóm.
Jesús, hann kemur senn!
2. Sjá, myrkur hefir hulið lönd,
hneppt er jarðardrótt í vanans þrældóms bönd,
en fagur dagur fer í hönd.
Jesús, hann kemur senn!
3. Í trú vér lítum ljúfa sýn:
Lifna dauðir við og syndamyrkur dvín.
Og sólin gegnum sortann skín.
Jesús, hann kemur senn!
Carl Hyllestad – Þýðandi óþekktur